145. löggjafarþing — 125. fundur,  2. júní 2016.

útlendingar.

728. mál
[15:42]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég ítreka ánægju mína með að við séum að greiða atkvæði um þetta frumvarp sem nú verður að lögum. Ég tek undir þá hvatningu sem hefur komið fram frá mörgum þingmönnum hér í dag varðandi þetta mál, að verklagið sem viðhaft var við undirbúning frumvarpsins og það gríðarlega mikla samráð og samtal sem átti sér stað við undirbúninginn og sú þekking sem hefur skapast verði nýtt í stærri verkefnum varðandi lagasetningu í framtíðinni. Þetta er hægt, við getum þetta. Til hamingju, allir. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)