145. löggjafarþing — 126. fundur,  2. júní 2016.

gjaldeyrismál o.fl.

810. mál
[20:09]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt, íslenskur efnahagur fer hratt upp og hratt niður, enda agnarsmátt hagkerfi með sjálfstæðan gjaldmiðil í útflutningshagkerfi. Núna er innstreymið áhyggjuefni eins og reyndar hlaut að gerast á einhverjum tímapunkti vegna þeirra aðstæðna sem við búum við, þá ekki síst íslensku krónuna að mínu mati, en við förum kannski ekki út í djúpa umræðu um það hér.

Mig langar til, með þeim fyrirvara að ég hef ekki getað skoðað þetta mál í kjölinn, að spyrja hæstv. ráðherra spurningar á heldur hranalegan hátt í þeirri von að hann geti kannski svarað henni á fágaðri hátt en ég get spurt. Er hugmyndin í stuttu máli sú að búa þannig um að við ákveðið magn af innstreymi, þ.e. svo mikið að það verði hugsanlega vandamál, þá höfum við kostinn einfaldlega það slæman að viðkomandi sjái sér ekki hag í því að fara þá leið? Er það grunnhugmyndin?