145. löggjafarþing — 126. fundur,  2. júní 2016.

aðgerðaáætlun gegn súrnun sjávar á norðurslóðum.

160. mál
[20:18]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Kannski ekki andsvar. Mig langar bara að árétta að í nefndaráliti hv. nefndar kemur fram að súrnunin hafi verið viðvarandi frá upphafi iðnbyltingarinnar fyrir ríflega 150 árum og líklega aukist jafnt og þétt síðan þá þó svo að menn hafi tiltölulega nýlega komist að raun um þau umhverfisáhrif sem hún veldur. Þetta kemur fram í nefndarálitinu. Mér þykir það duga. Ég vildi bara að þetta kæmi fram. Ég tel hv. þingmann hafa svarað spurningu minni og óska ekki svars nema hann sjálfur kæri sig um að veita það.