145. löggjafarþing — 126. fundur,  2. júní 2016.

tekjuskattur.

655. mál
[21:25]
Horfa

Flm. (Páll Jóhann Pálsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni innlegg hans í málið. Ég treysti því að hann virði það við mig að ég hef ekki mikla reynslu á þessum vinnustað, hann hefur aðeins lengri reynslu en ég af því að fá réttu mennina með sér á málið. Ég heiti því að ég skal huga að því næst. Í lítillæti mínu bauð ég aðeins þeim þingmönnum sem voru með mér í atvinnuveganefnd, og þar á meðal Kristjáni L. Möller, að vera með á þessu litla máli en það varð ekki úr. Sá hv. þingmaður hefur án efa týnt þeim litla pósti í allri hrúgunni, við vitum að við fáum marga pósta og þeir geta farið fram hjá manni. En ég veit að hann er málinu hliðhollur og ég treysti á það að fyrst hv. þingmenn brutu odd af oflæti sínu í dag og samþykktu samsköttun hjóna út á að það mundi koma sjómönnum til góða verði þeir réttum megin á takkanum þegar þetta mál verður afgreitt, svo framarlega sem það kemst til atkvæðagreiðslu.