145. löggjafarþing — 127. fundur,  2. júní 2016.

gjaldeyrismál o.fl.

810. mál
[22:30]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í fjölda ára hefur verið rætt um þau varúðartæki sem í þessu frumvarpi eru, þau undirbúin í það minnsta um tveggja ára skeið og sérstaklega síðustu mánuðina. Þetta eru því merk tímamót þar sem við erum að stíga þetta skref hér í dag.

Ég þakka öllum þeim sem hafa komið að undirbúningnum. Ég þakka einnig þinginu fyrir skilning á að taka svo flókið og erfitt mál til meðferðar á svo stuttum tíma, enda er hér um gríðarlega mikilvægan þjóðarhag að tefla. Mjög margir, m.a. í Seðlabanka og forustumenn ríkisstjórnar, hafa um langt skeið rætt það að nauðsynlegt væri að ákveða þetta mál. Það er því afar gleðilegt að við séum að ljúka því hér í kvöld.