145. löggjafarþing — 129. fundur,  8. júní 2016.

framhaldsfundir Alþingis.

[15:02]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Gefið hefur verið út svohljóðandi forsetabréf:

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Forsætisráðherra hefir tjáð mér að nauðsyn beri til að kveðja Alþingi saman hið fyrsta til að fjalla um yfirvinnu- og þjálfunarbann flugumferðarstjóra sem starfa hjá Isavia ohf.

Fyrir því hefi ég ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda miðvikudaginn 8. júní 2016 kl. 15.

Gjört á Bessastöðum, 8. júní 2016.

Ólafur Ragnar Grímsson.

_____________________

Sigurður Ingi Jóhannsson.

 

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.“

Ég býð hæstv. forseta og hv. alþingismenn velkomna til starfa.