145. löggjafarþing — 130. fundur,  8. júní 2016.

kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

815. mál
[21:16]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ekki létt verk að setja lög á kjaradeilur. Það eru þung skref þeirra sem þurfa að taka þá ábyrgð og meta hvort efnahagslegir hagsmunir, almannahagsmunir, séu það ríkir og það miklir að það verði að gera það. Í mínum huga er það þannig í þessu máli, þessir efnahagslegu hagsmunir eru vissulega til staðar, auk þess sem fyrir liggur frá sáttasemjara að aðilar hafa fundað ítrekað án þess að ná saman og að mjög mikið beri í milli. Þess vegna tel ég rétt á grundvelli þeirra almannahagsmuna sem eru undir að setja lög á þessa kjaradeilu, en það eru vissulega þung skref.