145. löggjafarþing — 132. fundur,  15. ág. 2016.

endurskoðun stjórnarskrárinnar.

[15:28]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Ég beini fyrirspurn til hæstv. forsætisráðherra. Nú er það svo að haustið 2012 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem mikill meiri hluti samþykkti að hafin yrði endurskoðun stjórnarskrárinnar í anda tillagna stjórnlagaráðs. Í upphafi kjörtímabilsins var sett á fót svokölluð stjórnarskrárnefnd á vegum forsætisráðherra til að fara yfir þau mál. Eftir langa vinnu, og frekar árangurslitla framan af, skilaði nefndin tillögum til forsætisráðherra nú í sumar um þrjár breytingar. Mig langaði til að inna hæstv. forsætisráðherra eftir því hvað hann hygðist gera með þær tillögur sem komu út úr nefnd sem var skipuð fulltrúum allra flokka hér á þingi, hvort hann teldi ekki mikilvægt að halda lífi í þeirri vinnu og taka mark á þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 2012.