145. löggjafarþing — 133. fundur,  16. ág. 2016.

námslán og námsstyrkir.

794. mál
[18:43]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er gott að hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra nefndi að styrkurinn væri ótekjutengdur. Ég hef heyrt í kringum mig að núverandi kerfi hafi verið letjandi til að finna sér öflugt sumarstarf og vinna mikla vinnu, þéna pening þannig að menn geti nýtt hann yfir veturinn. Núverandi kerfi hefur verið letjandi þannig að hugsanlega eru áhrifin stærri en við sjáum í fyrstu. Ég vona það, ég hef alla vega trú á fólkinu í kringum okkur.

Ég tek undir það sem ráðherrann segir um iðn- og verknámið, sjálfur er ég iðnmenntaður. Það er gríðarleg hjálp í því og hvatning að iðnnemar geti komist inn í þetta kerfi líka.