145. löggjafarþing — 133. fundur,  16. ág. 2016.

námslán og námsstyrkir.

794. mál
[18:50]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta eru áhugaverðar umræður. Ég ætla að endurtaka það sem ég sagði áðan, þetta gagnast 85% betur. Af því að hv. þingmaður nefndi sérstaklega börn bendi ég henni á að skoða grein á romur.is sem birtist í morgun. Þar er komið inn á þá einstaklinga eða það sambúðarfólk sem er með börn á framfæri og það fólk kemur ekki verr út úr því sem fólk þarf að hafa, þannig að kerfið er að spila saman. Ég held að eftir því sem umræðunni vindur fram hérna eigi meira eftir að koma upp og skýrast betur. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu.