145. löggjafarþing — 133. fundur,  16. ág. 2016.

námslán og námsstyrkir.

794. mál
[18:57]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, það er nákvæmlega það sem mér finnst að við eigum að gera, skoða allar tölur og fara yfir alla hópa og taka allar umsagnir og skoða þær. Hvað varðar síðan endurgreiðslur sem fara hækkandi þá kemur aftur inn á það prinsipp, alla vega hjá mér, að maður eigi að borga til baka það sem maður fær lánað. Ef maður á að vera búinn að borga til baka fyrir 67 ára segir það sig í rauninni sjálft. Ég er hlynntur því að þegar maður byrjar seint í námi hafi maður færri ár til að greiða lánið niður.

Síðan varðandi verðtryggða kerfið. Það er ágætt að því leytinu til að maður borgar raunafborganir. Maður er alltaf með sömu afborgun miðað við hagkerfið á hverjum tíma. Kannski er það ekki slæmt, kannski eigum við bara eftir að taka dýpri umræðu um það í nefndinni.