145. löggjafarþing — 133. fundur,  16. ág. 2016.

landlæknir og lýðheilsa.

397. mál
[22:07]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég ætla ekki í þessu andsvari að ræða efnislega um frumvarpið eða nefndarálitið sem mér finnst arfavitlaust og ætla því að biðja forseta að setja mig á mælendaskrá fyrir ræðu á eftir. Hún verður þó ekki mjög löng, ég get lofað því, en mig langaði til að spyrja hv. framsögumann hvort hún viti um stærðarhlutföllin í þessu. Mér sýnist í fjárlagafrumvarpinu að lýðheilsusjóðurinn sé upp á 245 milljónir. Hvað eru þessir safnliðir háir? Ég veit að ræðumaðurinn, hv. þingmaður, er hér í forföllum framsögumanns nefndarálitsins þannig að það getur vel verið að þetta sé smámunaleg spurning en ef hún vissi um stærðarhlutföllin, annars vegar milli safnliðanna — þingmaðurinn hristir höfuðið þannig að ég bara þakka fyrir.