145. löggjafarþing — 134. fundur,  17. ág. 2016.

fjármálastefna 2017--2021.

741. mál
[16:27]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. En hann fyrirgefur mér væntanlega þó að ég geti ekki lesið það út úr tölunum sem birtar eru í áætluninni að verið sé að svara því kalli að raða heilbrigðismálunum fremst.

En hv. þingmaður talaði um að dreifa þyrfti áhættunni af uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann telji það ekki vera áhættu ef ríkisvaldið eða ríkissjóður á ekki en rekur svo innviði á stærsta flugvelli landsins og gáttinni út í önnur lönd, hvort það varði hreinlega ekki þjóðaröryggi að ríkið haldi utan um og byggi upp innviðina á Keflavíkurflugvelli?