145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

breytingar á fæðingarorlofi.

[10:51]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Þrátt fyrir að ég sé mjög hlynnt því að við förum í þessar aðgerðir er alveg ljóst að ráðherra verður að finna annan fjárlagalið til að fjármagna þessar breytingar. Það var búið að lofa því fyrir löngu að tryggingagjaldið ætti að lækka. Það var hækkað af því að hér varð gríðarlega mikið atvinnuleysi í kjölfar fjármálahrunsins en lengi hefur staðið til að lækka tryggingagjaldið og ég veit að það er mörgum smærri fyrirtækjum erfitt. Gleymum því ekki að það er ekki réttlætanlegt að vera með hátt tryggingagjald til að fyrirbyggja atvinnuleysi ef það verður atvinnuleysisinnskot eða það hækkar og að ætla síðan að ráðstafa því í eitthvað annað sem er í raun og veru ótryggt. Mér finnst tekjustofninn að þessum breytingum óöruggur, ómarkviss og ég óska eftir að fá skýrari svör um hvernig á að gera það, segjum að það verði t.d. aukið atvinnuleysi á Íslandi.