145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

upphæð barnabóta.

[11:05]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég verð nú að hryggja hæstv. fjármálaráðherra með því að við getum einmitt ekki borið okkur saman við það sem best gerist í heiminum því að mismunurinn er svo hróplegur.

Barnsfæðingum fer fækkandi á Íslandi. Ef við skoðum þróun fæðingarorlofs og barnabóta sést efnahagsleg ástæða þess. Tekjujöfnun í samfélaginu næst best fram með þrepaskiptu skattkerfi en ekki flötum skatti eins og ríkisstjórnin boðar. Barnabætur eru skattafsláttur til barnafjölskyldna til að auðvelda þeim framfærslu barna sinna. (Gripið fram í.) Ríkisstjórnin boðar hærri skatta á barnafjölskyldur með þessu.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort hann sé tilbúinn til að hverfa af þessari braut og styðja tillögur okkar í Samfylkingunni um hækkun barnabóta og þar með skattalækkun á barnafjölskyldur.