145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

dagskrármál um verðtryggingu.

[11:07]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég ætla að koma hér og fagna dagskrá sem hæstv. forseti hefur lagt á borð fyrir okkur. Sérstaklega fagna ég máli nr. 4, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, og máli um vexti og verðtryggingu. Ég hef mánuðum og missirum saman reynt að fá umræðu við Framsóknarflokkinn um afnám verðtryggingar. Það hefur hvorki gengið né rekið, hæstv. forseti, þótt þetta hafi verið aðalkosningaloforðið hans. Hér í dag mun ég loksins fá tækifæri til að ræða við framsóknarmenn um þetta málefni og ég fagna því sérstaklega. Þetta verður skemmtilegur dagur, hæstv. forseti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)