145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð.

818. mál
[11:38]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er í sjálfu sér sami réttur fyrir tekjuháa og tekjulága í þessu frumvarpi, en við erum með þak sem allra tekjuhæsta fólkið rekst í. Í krónutölu er skattafslátturinn mishár og fer í raun og veru eftir því hversu mikið var lagt inn í séreignarsparnaðarkerfið. Af því leiðir að menn leggja sem sagt misjafnlega mikið inn og geta þess vegna tekið misjafnlega mikið út. Ég sé ekki neina leið í sjálfu sér á grundvelli þeirrar hugmyndafræði sem við erum hér að kynna til að jafna þetta út með einhverjum öðrum hætti. Ég minni á að tekjulágir njóta réttinda í öðrum kerfum sem tekjuhærra fólkið nýtur alls ekki.

Að öðru leyti um hugmyndafræðina: Nei, ég er enn þeirrar skoðunar að við eigum að vera með sem fæstar undanþágur í skattkerfinu, almenna skatta sem eru með sem fæstum undanþágum og er lítið fyrir (Forseti hringir.) að við séum í óþarfamillifærslum í kerfinu.