145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

fjármálastefna 2017--2021.

741. mál
[14:19]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við styðjum hvorki fjármálastefnuna né fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar. Stefnan er ekki fjölskylduvæn eða góð fyrir barnafjölskyldur, það er alveg greinilegt, og svo virðist sem barnabætur eigi aðeins að vera fyrir þá sem allra verst standa. Tekjuáætlunin er ekki nógu góð að okkar mati. Það er eitt og annað sem er ekki alvitlaust en heilt á litið getum við ekki stutt þessa stefnu.