145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

fjármálastefna 2017--2021.

741. mál
[14:19]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við píratar erum fylgjandi langtímahugsun í stefnumótun og því ákaflega dapurlegt að þegar farið er í svona stefnumótunarvinnu sé hún ekki gerð á einhverjum þverpólitískum grunni, þannig að hægt sé að standa við það sem lagt er upp með til langs tíma.

Ég get ekki annað en tekið undir orð þeirra fjögurra þingmanna sem tjáðu sig á undan mér, m.a. hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra, að það er ekki brugðist við því sem hefur verið kallað eftir. Mér finnst m.a. mjög furðulegt að ekki sé brugðist við áskorun til ríkisstjórnar og þingsins í heild um að setja það neyðarástand sem hér er í heilbrigðismálum á oddinn.