145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

fjármálaáætlun 2017--2021.

740. mál
[14:33]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Svo það sé alveg á hreinu er Björt framtíð mjög fylgjandi lögum um opinber fjármál og þeirri langtímasýn sem er hugsuð eða kemur fram í þeim lögum, en við erum ekki að greiða atkvæði um þau. Við erum að greiða atkvæði um fjármálaáætlun og við erum andvíg henni. Við hefðum gert þessa áætlun öðruvísi. Eitt af því sem kemur t.d. á óvart er hversu litlar kerfisbreytingar eru fyrirhugaðar. Það er ekki mjög metnaðarfull framtíðarsýn þegar kemur að því hvernig við ætlum að hugsa kerfin okkar upp á nýtt með það að markmiði að reyna að ná fram hagræðingu, talandi um heilbrigðiskerfið sem dæmi. Hvernig ætlum við að nýta peningana betur sem nú þegar eru í kerfinu? Ekki mjög metnaðarfullt. Ýmislegt í áætluninni er virkilega athugavert, m.a. samgöngumálin eins og komið var inn á hér, þannig að við munum greiða atkvæði gegn þessari fjármálaáætlun.