145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

vextir og verðtrygging.

817. mál
[16:14]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef sagt það oft áður í þessum stól að ég er þeirrar skoðunar að það þarf að skera kökuna upp á nýtt, það þarf að breyta tekjuskiptingunni í landinu þannig að venjulegt fólk hafi efni á að kaupa sér íbúðir.

Mig langar til að spyrja ráðherrann bara til að ég sé alveg á réttum stað með þetta allt. Á bls. 11 í þingskjalinu er talað um þessar undanþágur, að fólk gæti þá tekið 40 ára lánin. Nefnt er að á bilinu 30–50% lántakenda falli undir undanþágu frumvarpsins um aldur, 5–10% vegna tekna og 5–15% vegna veðsetningar. Mér virðist því sem sagt að um 40–75% af þeim sem taka lán geti fengið þessi 40 ára lán. Ég vil fá staðfest að það sé rétt skilið hjá mér og að það sé ekki tvítalning í þessu, sem sagt að undanþága vegna tekna sé ekki líka inni í aldursbilinu.