145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

vextir og verðtrygging.

817. mál
[17:01]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér erum við með umrætt frumvarp til 1. umr. þar sem hæstv. fjármálaráðherra mælti fyrir málinu. Frumvarpið er, eins og allir hv. þingmenn vita, á leiðinni í efnislega vinnslu og þinglega meðferð. Þar munu þingmenn Framsóknarflokksins, vonandi allir, leggja sitt af mörkum til að afgreiða frumvarpið eins vel og mögulegt er. Ég er alveg fullviss um að hv. þingmenn Framsóknarflokksins munu leggja sitt af mörkum þar og taka að fullu þátt í umræðu um málið þegar það kemur til 2. umr.

Við verðum bara að sjá hvernig þeirri vinnu vindur fram. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja í þeirri umræðu þegar þar að kemur og var jafnframt í andsvörum við hæstv. fjármálaráðherra um málið áðan.