145. löggjafarþing — 137. fundur,  22. ág. 2016.

endurgreiðsla tannlæknakostnaðar til aldraðra.

[15:28]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Samkvæmt þeim útreikningum sem við fengum í hendurnar fyrir ekki mjög löngu síðan eru rúmar 800 milljónir til þess að uppfylla ákvæði þessarar reglugerðar. Það eru, eins og ég gat um áðan, aðrir liðir í útgjöldum ákveðinna útgjaldaliða hjá sjúkratryggingum sem við erum með sama hætti að fara yfir og skoða, hvort ekki sé hægt að gera úrbætur. En það er langur vegur frá að það sé ásættanleg staða að hlutdeildin hafi setið föst frá árin 2004 í þessum tiltekna þætti. Það er mikill og ríkur vilji til þess að bæta þar úr og ég vonast eftir því að geta kynnt tillögur þar að lútandi innan tiltölulega skamms tíma.