145. löggjafarþing — 140. fundur,  25. ág. 2016.

starfsáætlun sumarþings.

[11:25]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti er sammála hv. þingmanni um að það er eðlilegt að reyna að nýta tímann sem allra best. Þegar það lá fyrir í gær að ekki yrði mikið um þingmál á þessum degi ákvað forseti, og ræddi þau mál við þingflokksformenn sem tóku þeirri málaleitan vel, að hafa nefndadag, getum við sagt, eftir hádegi í dag. Forseti vill hins vegar segja að hann varð fyrir miklum vonbrigðum með að formenn þingnefnda skyldu ekki grípa þetta tækifæri og halda meira af þingnefndarfundum í dag og þá hefði væntanlega verið hægt að komast hjá því, í einhverjum tilvikum a.m.k., kannski ekki í öllum, að halda þingnefndarfundi á morgun. Forseti vill þess vegna segja að hann telur að t.d. þingnefndarfundi á morgun eigi menn að halda í góðu samkomulagi þingnefndarmanna, sérstaklega í ljósi þess að forseti greip til þess úrræðis í góðri sátt að skapa rými fyrir þingnefndarfundi í dag. Það veldur honum miklum vonbrigðum að menn skuli ekki nýta það tækifæri betur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)