145. löggjafarþing — 141. fundur,  29. ág. 2016.

mengandi örplast í hafi.

[15:22]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Svo ég haldi aðeins áfram með þetta þá eru á þessari ágætu mynd líka teknar til snyrtivörur, sem er brotabrot af heildinni sem betur fer, en eigi að síður er það til staðar. Annað sem er hundraðfalt á við snyrtivörurnar, það er affall frá þvottavélum. Ég bið okkur að passa mjög að nota ekki flíspeysur of mikið, alla vega ekki að þvo þær mikið ef við eigum þær, því að það eru mjög erfiðar agnir sem berast með þeim út í skólpið. Það er búið að rannsaka það að þær eru hættulegar. Það er því lopapeysan sem gildir.

Þessi ágæta norræna skýrsla, við þurfum að fara betur yfir hana eins og ég sagði í fyrra svari mínu. Hún fjallar um þessar öragnir eða „microlitter“ sem er ekki bara plast en er í fráveituvatni og langsamlega mest kemur frá dekkjum á götum í niðurföllin.

Það segir að meira sé um öragnir hér (Forseti hringir.) en í Svíþjóð, en það er af því að við höfum hingað til talið að við þyrftum ekki að hreinsa eins mikið af því að frá okkur (Forseti hringir.) berst þetta út í hið opna haf, stóra Atlantshafið, en er ekki innilokað. En það er alveg rétt, (Forseti hringir.) að ef við fáum ábendingu um svona, að huga vel að því.