145. löggjafarþing — 141. fundur,  29. ág. 2016.

staðsetning Lögregluskólans.

[15:28]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Mig langar í ljósi þess — ég þakka fyrir prýðilegt svar hjá hæstv. ráðherra — að hann telur að munurinn sé ekki mikill, þá er nú samt töluvert mikill munur mundi ég segja á þessari stigagjöf. Ég velti fyrir mér hvort ráðherrann geti upplýst okkur um í hverju munurinn var fólginn. Af hverju fékk Háskóli Íslands fleiri stig, hvað olli því? Ég get alveg tekið undir að mikilvægt sé að efla t.d. Háskólann á Akureyri. En það sem bögglast fyrir mér fyrst og fremst er: Af hverju er ekki sú stofnun sem fær besta matið valin? Mér heyrist að byggðasjónarmið ráði þar miklu um. En er þetta svona almennt reglan í stjórnsýslunni, að það sé bara til viðmiðunar, (Forseti hringir.) að ekki sé tekið það besta sem er í boði?