145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[14:57]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta atvinnuvn. (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Með fullri virðingu, þetta er atriði sem hefur þurft að skoða lengi. Ég veit að hv. þingmaður hefur einmitt talað fyrir því mjög lengi að skoða þessi hluti. Hvað mun koma út úr þjóðarsamtali um þetta tiltekna mál sem mun einhvern veginn breyta sýn hans? Við þekkjum öll hvernig aðstæður hafa verið hérna; kjötfjöllin, offramleiðslan, lækkað verð til bænda. Við þekkjum alveg þá sögu. Við vitum alveg við hvað er að glíma. Í þessum samningum eru lagðar til auknar gripagreiðslur sem mun þýða offramleiðsla, sem mun þýða lækkað verð til bænda. Hvernig getur meiri hluti atvinnuveganefndar boðið bændum upp á þetta, boðið bændum enn og aftur upp á verri kjör?