145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[16:28]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þarna er auðvitað fyrst og fremst verið að viðra ákveðnar áhyggjur af því að verið sé að beina stuðningi í of miklum mæli að vörum sem fara í sölu erlendis. Það er kannski rétt að rifja upp að í búvörusamningum frá 1991 í kjölfar þjóðarsáttarinnar beindist stuðningurinn þá að þeirri framleiðslu sem seldist á innanlandsmarkaði og í reynd voru teknar upp á ný útflutningsbætur. Nú hefur komið fram að það er ansi stór hluti af þeim tæpu 5 milljörðum sem fara í stuðning sem kemur til með að fara með einum þriðja af framleiðslunni í sauðfjárræktinni sem fer til útlanda. Um það bil 30% fara í útflutning svo það segir sig sjálft að þetta dreifist þarna yfir.

Ég tel þetta vera eitthvað sem við þurfum að skoða í þessu samhengi og það sé alveg eðlilegt. (Forseti hringir.) Þótt ég sé ekki að boða framleiðslustýringu þá þurfum við samt að skoða þetta og og taka tillit til þess.