145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[16:34]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið og fagna því að henni finnist ekki of mikið í lagt. En annað mál, þótt það hafi ekki verið beint til umræðu, tollasamningarnir, mig langar að heyra álit hennar á þeim breytingum og þeirri aukningu á tollkvótum á landbúnaðarvörum, þetta eru háar tölur, og hvort hún hræðist þær ekki. Nautakjöt, það er 100 tonna kvóti þar í dag, hann fer á næstu fjórum árum í 700 tonn, svínakjöt úr 200 tonnum í 700 tonn, alifuglar úr 200 tonnum í 856 tonn. (Gripið fram í: 1056, taktu … með.) Já, ókei, 1056 tonn. Mig langar að fá álit hennar á því hvort hún sé sátt við þessa aukningu, (Forseti hringir.) og af því að henni er vel til landbúnaðarins, hvort hún hræðist ekki þennan innflutning fyrir hönd landbúnaðarins.