145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[16:35]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Jú, ég hef bara mjög miklar áhyggjur af þessum mikla innflutningi á þeim vörum og er mjög ósátt við þennan tollasamning sem liggur fyrir. Það er hæstv. ríkisstjórn sem hv. þingmaður styður sem ber ábyrgð á þeim samningi, og hans ráðherra. Ég er mjög gagnrýnin á tollasamninginn eins og hann lítur út og tel hann ekki vera til hagsbóta hvorki fyrir landbúnaðinn né endilega neytendur. Það hefur sýnt sig oftar en ekki að þó að innflutningur sé aukinn og auknir tollar þá skilar það sé ekki endilega til neytenda. Sagan hefur sýnt að þar fara fjármunir á milli skips og bryggju og lenda í vasanum á stórversluninni oftar en ekki. Svo ég er alveg hjartanlega sammála, og það hefði verið gott ef hv. þingmaður og þingflokkur hans hefðu reynt að stoppa gerð þessa tollasamnings þegar hann lá undir.