145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[22:52]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Það er ekkert leiðinlegt að hlusta á hann, það er samt eiginlega skemmtilegra að horfa á hann, ég verð að segja það.

Hv. þingmaður er annar samfylkingarmaðurinn sem kemur upp í pontu í dag, sem ég hef heyrt í alla vega, og er sammála þessari styrkupphæð en hefði viljað deila henni öðruvísi. Hann vill bara setja styrki á búin og bændur megi framleiða það sem þeir vilja og þess vegna framleiða bara ekki neitt. Er það virkilega stefna Samfylkingarinnar að hún vilji dreifa þessari upphæð á bæina svona eftir landfræðilegri búsetu og bændum sé í sjálfsvald sett hvort þeir framleiði eða séu yfirleitt ekkert að framleiða?