145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[22:55]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þarna greinir okkur á. (ÖS: Nei.) Við framsóknarmenn viljum styrkja menn, hjálpa þeim til að hjálpa sér sjálfir. Við viljum stuðla að því að menn rækti landið. Við viljum stýra styrkjum í kornrækt og fyrir að framleiða eitthvað, ekki bara borga mönnum fyrir að búa á viðkomandi stöðum. Sá er munurinn. En ég gleðst yfir að heyra að hv. þingmaður hefur trú á útflutningi á íslenskum landbúnaðarvörum. Það verður ekki sama sagt um samflokksmann hans, Kristján L. Möller, sem nánast heldur ekki svefni yfir þeim krónum sem fara í styrk til landbúnaðarins ef eitthvað af þeim vörum er flutt út. Ég fagna því að hann hefur trú (Forseti hringir.) á útflutningi og þar séu tækifærin.