145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[23:27]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið og tel það mjög mikilvægt. Ég tel mjög mikilvægt að það liggi fyrir, verði þetta samþykkt eins og meiri hlutinn leggur upp með, sé það staðfest í lögskýringargögnum að það hafi verið vilji löggjafans, meiri hlutans, að hægt væri að semja upp á nýtt eftir þrjú ár.

Varðandi annað atriði sem hv. þingmaður nefndi hjó ég eftir því að hann talaði um að hann væri tilbúinn að horfa á afnám undanþágu frá samkeppnislögum. Ég vil þess vegna spyrja hv. þingmann: Er hann tilbúinn að styðja tillögu okkar í Samfylkingunni um að leggja niður undanþáguna frá samkeppnislögum í 71. gr. búvörulaga? Ef ekki, er hann þá tilbúinn að greiða atkvæði slíkri tillögu sem fæli í sér sólarlag á það ákvæði þannig að greinin afurðastöðvarnar (Forseti hringir.) hefðu þá ekki tíma til að bregðast við, en að við mundum setja ákveðinn endapunkt á þessa óheillaundanþágu?