145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[23:28]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel að tillaga Samfylkingarinnar gangi í sjálfu sér ekki nógu langt vegna þess að hún einskorðast við einn atvinnuveg. Ég sagði áðan að mér þætti til lítils að aflétta samkeppnishömlum af fyrirtæki sem er með 98% markaðshlutdeild en skilja eftir fyrirtæki með 60%. Ég sagði það líka að á þessum (Gripið fram í.) tíma þingmennsku minnar mundi það væntanlega ekki takast hjá mér að koma í gegn samkeppnislagabreytingu sem ég hefði annars viljað gera, en ég geri það í næstu umferð. Eða eins og er sagt í frægri kvikmynd: Ég mun snúa aftur.