145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[23:35]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, ég tel það mjög mikilvægt. Ég tel einnig mjög mikilvægt — nú eigum við eftir að ræða tollasamninginn, gerum það væntanlega á morgun, og ég vænti þess að taka þátt í þeirri umræðu. Við höfum gert eins og hv. þingmaður veit gagnkvæma samninga við Evrópusambandið um útflutning þangað og innflutning hingað á ýmsum vörum. Jú, ég tel mjög mikilvægt að við vitum um upprunaverðið, líka til þess að vita hvað t.d. kaupmenn eru að taka í sinn hlut og hvort það sé ekki alveg öruggt að þeir ætli að standa og séu að standa við það að skila til neytenda þeim hag sem þeir telja af innflutningi. Nú ætla ég að fara betur yfir það á morgun hvernig það mál allt veltur í lengra máli því að mér gefst ekki tími til þess nú. En ég tel að það sé mjög mikilvægt að við vitum eins nákvæmlega og við getum um verðmyndun á þessum vörum.