145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[23:42]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni að það þarf að vera mjög skýrt fyrir báða samningsaðila að bæði endurskoðunartímabilin séu virk. Ég ítreka það sem ég sagði áðan að stjórnvöld, hvernig sem þau verða skipuð eftir þrjú ár og sjö ár, gangi að því að þau geti haft áhrif á hvernig þessi samningur þróast, en jafnframt að bændur séu í nokkurri vissu um að stöðugleika þeirrar framleiðslu sé ekki ógnað. Ég ítreka það sem ég sagði áðan að ég tel farsælt að gerð yrði sérstök bókun og mun eflaust leitast við að fá því framgengt að það verði gert.