145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[11:50]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Samfylkingin hefur lagt á það áherslu að landbúnaðarkerfinu verði breytt og tekið upp árangursríkara fyrirkomulag sem styrkir byggðir, eykur frelsi bænda, gerir nýliðun auðveldari, stuðlar að nýsköpun, hagkvæmari framleiðslu og bættum hag neytenda og að krafan um skynsamlega landnýtingu, dýravernd, sjálfbærni og umhverfisvernd verði skilyrði fyrir opinberum stuðningi.

Búvörusamningurinn er ekki í takti við þessar áherslur og við styðjum hann ekki en til þess að leggja áherslu á samkeppnismálin höfum við lagt fram breytingartillögur í þeim efnum og þær breytingartillögur sýna áherslur okkar í samkeppnismálum hvað búvörur varðar.