145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[11:55]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Atkvæðagreiðsla um búvörulagasamning sýnir kannski fyrst og fremst að þær fjölmörgu breytingartillögur sem hv. meiri hluti atvinnuveganefndar hefur haft fram að færa og hafa fengið ágætar viðtökur, og góðar umræður orðið um samninginn seinustu daga, að við höfum fært þetta mál til miklu betri vegar en það var einmitt vegna þess að við höfum fengið fjölmargar umsagnir og fjölmarga gesti sem hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að gera málið betra. Í umræðunni hefur m.a. komið fram að við munum taka það aftur til meðferðar í nefndinni á milli umræðna og því treysti ég á að þær góðu tillögur sem við leggjum til fái góðan stuðning.