145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[11:59]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta mál hefur tekið þó nokkrum breytingum til bóta í meðferð atvinnuveganefndar. Eins og það blasir við nú finnst mér að það tryggi bæði fæðuöryggi og fæðusjálfstæði þjóðarinnar. Það tryggir líka að á samningstímanum verði möguleiki fyrir því að verð til neytenda verði hagfellt því að eins og við öll vitum eru framleiðslustyrkir í landbúnaði hvar sem hann er stundaður að miklu leyti til þess gerðir að þeir sem lakari kjör hafa geti keypt sér þessar heilnæmu og góðu vörur við góðu verði. Andinn í nefndinni við breytingarnar var mjög góður þó að nokkrir nefndarmenn hafi hrokkið fyrir borð á síðustu metrunum eins og verða vill, en samkomulagið og samvinnan innan nefndarinnar var til fyrirmyndar og ég þakka fyrir það.