145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:04]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Meðferð þessa máls í þinginu er sönnun þess að málið er vanbúið og illa unnið af hálfu ríkisstjórnarinnar. Nefndin ákveður að reyna að búa til samningsmarkmið eftir að búið er að gera samning til tíu ára. Fjárhæðin til tíu ára jafngildir óhagstæðasta uppreikningi á Icesave-samningi, vegna þess að Icesave var nefnt hér áðan, 200 milljörðum af almannafé. Það er ekki búið að gera neina greiningu um samningsmarkmið eða þarfagreiningu um árangur. Þetta er svakaleg framganga af hálfu stjórnvalda. Það verður athyglisvert að sjá atkvæðagreiðsluna og hvernig þær dúkkulísur frjálslyndisins, sem sprella hér daginn út og inn og þykjast tala fyrir frjálslyndi og athafnafrelsi á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og ætla að sækja sér umboð í prófkjörum um næstu helgi og þarnæstu, greiða atkvæði. (Forseti hringir.) Munu þær standa með athafnafrelsi eða munu þær ganga svipugöng Framsóknar í þessu máli?