145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er ekki bara búvörusamningurinn undir, heldur líka tollvörusamningurinn við ESB. Það er enginn vafi að þessi tollasamningur er gríðarlega mikil opnun á íslenskum markaði. Ég hef gagnrýnt þennan búvörusamning harðlega en verð hins vegar að segja …

(Forseti (EKG): Forseti biður um hljóð í salnum.) (Gripið fram í: Forseti …)

Hv. atvinnuveganefnd hefur staðið sig mjög vel í að ganga í það, hún notar það sem hún hefur og kannski gott betur til að breyta þessu máli. Mér sýnist flestar ef ekki allar þessar breytingar til mikilla bóta. Ég fagna því sömuleiðis að málið fer aftur inn í hv. atvinnuveganefnd og veit að við munum ræða þetta áfram áður en málið verður klárað.

Í stuttu máli fagna ég þeim breytingum sem hafa komið frá hv. atvinnuveganefnd (Forseti hringir.) og tel að við séum að mjakast í rétta átt.