145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:32]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegi forseti. Björt framtíð styður þessa breytingartillögu. Við höfum talað fyrir því að mikilvægt sé að koma í veg fyrir slæma meðferð á dýrum og að kerfi eins og stuðningur ríkis við landbúnaðinn sé notaður til þess. Þetta er ekki bara spurning um að gera siðferðislega rétt gagnvart dýrunum heldur líka mikilvægt fyrir landbúnaðinn sjálfan, fyrir sjálfsmynd íslensks landbúnaðar, að ljóst sé að dýraníð sé ekki liðið, að búskussar séu ekki verðlaunaðir og þeim ekki hjálpað að halda áfram að starfa á óásættanlegan hátt. Við styðjum þessa tillögu heils hugar.