145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[13:12]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegur forseti. Já, þetta var hluti af þessu risaskrefi, að lækka verulega þetta viðmið þannig að hækkunin verður ekki svo mikil. Hún telst í einhverjum tugum prósenta en við skulum átta okkur á því að það er verið að reikna þetta upp frá árinu 1995 og vísitala, ef við reiknum þetta upp, um 150%. En mun þetta leiða til hækkunar? Nei. Samhliða þessu er nefnilega verið að auka verulega framboðið á innflutningi, heimildir til innflutnings. Í nautakjöti úr 100 tonnum í 696 tonn. Í svínakjöti úr 200 tonnum í 700 tonn. Í kjúklingum úr 200 tonnum í 1.056 tonn. Tökum bara sem dæmi: Við eigum 200 þúsund tonna kvóta í þorski. Ef við færum í milljón tonn, ætli það mundi ekki leiða af sér einhverja lækkun? Auðvitað mun allt þetta aukna stórkostlega magn sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er að innleiða með nýjum samningi við Evrópusambandið — ekki Samfylkingin, hún átti engan þátt í þessu, kom ekki nálægt þessu þó að hún hafi verið búin að vera (Forseti hringir.) í ríkisstjórn öll þessi ár, nei (Gripið fram í.) — þetta er margföldun á innflutningsheimildum. (Forseti hringir.) Auðvitað mun tollverðið lækka. Auðvitað mun það verða neytendum til hagsbóta. (Gripið fram í.) Annað er bara raup.