145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[13:25]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Í æsku minni voru vinsælar auglýsingar þar sem klifað var á því að maður tryggði ekki eftir á. Það var gjarnan sagt: Maður tryggir ekki eftir á. En hér er meiri hluti þingsins einmitt að gera það, tryggja eftir á, með því að samþykkja samninginn fyrst og efna síðan til samráðs um að bæta hann. Út á það gekk frávísunartillaga Bjartrar framtíðar, að vinna hlutina ekki með svona handarbaksvinnubrögðum heldur efna til samráðsins áður en ákvörðunin er staðfest. Það er svo einfalt. Það að festa samráð, sem vissulega er mikilvægt í málaflokknum, er jákvætt en það er ekki á nokkurn hátt hægt að standa að því að samþykkja samráð sem á að gerast eftir á. Maður tryggir ekki eftir á, virðulegi forseti.