145. löggjafarþing — 145. fundur,  5. sept. 2016.

samskipti Íslands og Tyrklands.

[15:20]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Þetta er mjög mikilvæg fyrirspurn vegna þess að það er afskaplega brýnt í því ástandi sem nú er uppi í Tyrklandi að Tyrkir nýti ekki aðstöðuna til þess að þrengja að minnihlutahópum og sér í lagi Kúrdum. Afstaða íslenskra stjórnvalda varðandi þetta hefur verið skýr í nokkuð langan tíma. Ísland hefur m.a. hvatt til þess að Tyrkir og Kúrdar taki upp friðarviðræður og við beitum okkur í öllum þeim alþjóðastofnunum sem við höfum aðgengi að með þau meginskilaboð að virða verði öll mannréttindi og Tyrkir þurfi að huga sérstaklega að stöðu minnihlutahópa og Kúrda. Við erum mjög vakandi gagnvart þessu og skilaboð allra þeirra fulltrúa sem starfa á vegum íslenskra stjórnvalda eru afar skýr.