145. löggjafarþing — 145. fundur,  5. sept. 2016.

samskipti Íslands og Tyrklands.

[15:23]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það að þegar valdaránstilraunin var gerð núna í Tyrklandi þá stúderuðum við sérstaklega framkomu Tyrkja í garð minnihlutahópa og það komu strax skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum um að ítreka þyrfti þá afstöðu okkar sem hefur m.a. komið fram á vettvangi Atlantshafsbandalagsins.

Ég get líka upplýst hv. þingmann um það að á fundum mínum nýverið erlendis þá hef ég ítrekað þessa afstöðu okkar. Ég hef sjálft fylgst nokkuð náið með réttindabaráttu Kúrda síðustu tíu árin, fylgst með henni ansi vel, og ég tek undir áhyggjur hans. Ég mun hafa þetta sérstaklega í huga áfram og á þeim vettvangi þar sem ég kem fram fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.