145. löggjafarþing — 146. fundur,  5. sept. 2016.

framhald og lok þingstarfa.

[17:10]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir með síðustu tveim hv. þingmönnum um að núverandi ástand er algerlega óviðunandi. Við erum hérna trekk í trekk að mæta á fundi sem enginn annar mætir á. Hvar eru stjórnarþingmenn? Til hvers erum við hérna? Það eru að koma inn ný mál á hverjum einasta degi, liggur við. Stórar endurskoðanir á almannatryggingum og ég veit ekki hvað. Það er ekki nema von að við spyrjum: Hvar er starfsáætlunin? Ætlum við að klára þetta allt saman? Ætlum við að vera hérna fram undir næsta kjörtímabil? Í maí eða apríl? Það væri kannski bara betra að boða til nýs þings ef ríkisstjórnin vill endilega halda áfram og þá þarf hún vinsamlegast að svara fyrir það. Það þýðir ekkert annað. Þetta er alveg ólíðandi með öllu. Ég vona að hæstv. forseti taki undir það.