145. löggjafarþing — 147. fundur,  6. sept. 2016.

Vatnajökulsþjóðgarður.

673. mál
[14:49]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Mig langar næst að spyrja út í sýn þingmannsins á framtíðarfyrirkomulag og skipan þjóðgarða á Íslandi. Þar er náttúrlega allt undir eins og þingmaðurinn fór ágætlega yfir. Það sem ég hef hugleitt sérstaklega og hefði viljað heyra viðhorf þingmannsins til er annars vegar skipan þjóðlendna og hins vegar hvernig framtíðarskipan þjóðlendna á að fara saman með umræðu um framtíðarskipan þjóðgarða og hugsanlega þjóðgarðs á miðhálendinu. Nú kann að vera að þingmaðurinn hafi ekkert velt þessu sérstaklega fyrir sér, en ég trúi að hún hafi a.m.k. eitthvað velt þessu fyrir sér. Og hugsanlega hvort þetta komi eitthvað til umræðu í nefndinni samhliða umfjöllun þessa máls.