145. löggjafarþing — 148. fundur,  7. sept. 2016.

fullgilding Parísarsamningsins.

858. mál
[16:56]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir. Ég held að ég geti sannfært hana um að við munum ekkert koma bláeygð að þessu samningaborði. Við erum náttúrlega með ýmislegt sem við höfum verið að vinna að eins og ég held að hafi komið skýrlega fram í ræðum í dag. Samningar verða endanlega leiddir til lykta núna um áramótin. Ég treysti mér ekki til að nefna hér einhverja prósentutölu eða hvort við munum taka undir það markmið sem Noregur hefur sett fram umfram 40%. Við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun um það.