145. löggjafarþing — 148. fundur,  7. sept. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[18:43]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þingmaður bendir hér á er hér sem sagt um kerfisbreytingu að ræða sem ég tel vera mjög mikilvæga. Nefndin sem skilaði tillögu til mín lagði hins vegar áherslu á að endurskoða yrði hvernig bætur almannatrygginga almennt mundu breytast til framtíðar litið. Það sem ég hef lagt áherslu hvað þetta varðar er að við þurfum að klára þessa kerfisbreytingu og síðan taka inn og íhuga þær breytingar sem gera þarf varðandi hvernig bætur hækka, svo sem grunnbæturnar, og hvernig við viljum gera það til framtíðar litið.